SNORRI PLUS hópur Þjóðræknisfélagsins og Norræna félagsins kemur til landsins 15. ágúst næstkomandi og dvelur hann hér á landi í tvær vikur. Móttaka fyrir ættingja verður að vanda á skrifstofu Norræna félagsins, fyrirlestraröð í Hannesarholti, þátttaka í maraþoni og menningarnótt, Þjóðræknisþingi og vinnustaðaheimsóknir skipulagðar, svo eitthvað sé nefnt. Eftir viku í Reykjavík verður ferðast um austur- og norðurland, Borgarfjörð og endað á Víkingahótelinu í Hafnarfirði. Að þessu sinni eru 10 frá Kanada og fimm frá Bandaríkjunum og er mikil tilhlökkun í hópnum sem er á aldrinum 36 – 80 ára.