Fræðslufundur Þjóðræknisfélags Íslendinga (ÞFÍ) verður haldinn fimmtudaginn 9. maí kl. 17.00 í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík sjá kort hér
Dagskrá:
17.00 Háskólakennsla á íslensk-kanadískum bókmenntum. Guðrún Björk Guðsteinsdóttir prófessor við enskudeild HÍ flytur erindi um kennslu sína á íslensk-kanadískum bókmenntaverkum við Háskóla Íslands og Háskólann í Victoria, í Kanada.
17.30 Vesturíslenskar bókmenntir í Borgarholtsskóla. Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir og Sólrún Inga Ólafsdóttir framhaldsskólakennarar flytja erindi um reynslu sína af því að nota vesturíslenskar bókmenntir í enskukennslu.
17.50 Guðrún og Svavar segja frá aldamótaárinu í Winnipeg. Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir segja frá diplómatíska landnáminu í Winnipeg og landafundaafmælinu árið 2000.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Með góðri kveðju,
Hulda Karen Daníelsdóttir, formaður ÞFÍ