Sunnudaginn 25 ágúst nk. heldur Þjóðræknisfélag Íslendinga sitt árlega Þjóðræknisþing að Hótel Natura kl. 14.00
Í ár eru liðin 80 ár frá stofnun ÞFÍ, en félagið var stofnað þann 1. desember árið 1939 þegar nokkrir hugsjónamenn komu saman til fundar í kaupþingssal húss Eimskipafélags Íslands en óformlegt félag hafði þá verið starfandi um nokkurt skeið, sjá nánar:https://inl.is/um-felagid
Á þinginu verður 50-60 manna hópur Vestur-Íslendinga sem mun heiðra þingið með nærveru sinni.
Þjóðræknisþing
80 ára afmæli
Hótel Natura sunnudaginn 25. ágúst 2019, kl. 14.00-16.30
DAGSKRÁ:
14.05 Setning: Hulda Karen Daníelsdóttir, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga
14.10 Ávörp: Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
14.20 Anne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada á Íslandi
14.25 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi
14.30 Beverly Arason-Gaudet, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga Vesturheimi
14.35 Sunna Pam Furstenau, forseti Þjóðræknisf. Íslendinga í Bandaríkjunum
14.40 Erindi: Úr 80 ára sögu ÞFÍ. Hjálmar W. Hannesson, fyrrverandi sendiherra
14:50 Tónlistaratriði: Svavar Knútur Kristinsson, trúbador
15.00 Kaffihlé: Kaffihlaðborð í boði Þjóðræknisfélagsins
15.40 Erindi: Draumalandið. Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
15.55 Ráðgátuherbergi Sir William Stephenson. Hugi Hreiðarsson, stofnandi og annar eigandi fyrirtækisins
16.15 Ungir íslenskir þátttakendur í Snorra West verkefninu segja frá ferð sinni á Íslendingaslóðir fyrr í sumar
16.30 Þingslit
Þingstjórar: Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra og ráðherra og Soffía Óskarsdóttir, varaformaður ÞFÍ