Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli

 

Þjóðræknisfélag Íslendinga var stofnað 1. desember árið 1939 og fagnar því 80 ára afmæli á þessu ári. Allt frá upphafi hefur markmið fé- lagsins verið að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga og hefur það verið gert með ýmsum hætti. Afmælisárinu verður fagnað á Þjóðræknisþingi sem haldið verður á Icelandair hótel Reykjavík Natura sunnudaginn 25. ágúst með fjölbreyttri dagskrá þar sem saman fer skemmtun og fróðleikur. Gestum verður boðið upp á ljúffengar veitingar af kaffihlaðborði og von er á góðum gestum frá Norður-Ameríku. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 

Fyrst kvenna í embætti formanns

 

Í lok febrúar tók Hulda Karen Daníelsdóttir við formennsku Þjóðræknisfélags Íslendinga, fyrst kvenna til að gegna embættinu í þau 80 ár sem félagið hefur verið starfandi. Hún var fulltrúi ÞFÍ á aldar- afmæli Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, Icelandic National League of North America í maí sl. og bar félaginu í stuttu ávarpi góðar kveðjur frá systurfélagi þess á Íslandi. Í grein eftir hana í bæklingi þingsins lagði hún m.a. áherslu á að hlúa þyrfti að fjölbreyttri arfleifð komandi kynslóða. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid heiðruðu samkomuna með nærveru sinni ásamt fjöl- mörgum gestum frá Íslandi. Á vegum ÞFÍ sóttu viðburðinn 36 gestir frá Íslandi.
Hulda Karen tók einnig þátt í hátíðahöldum afkomenda Íslendinga í Mountain ND í Bandaríkjunum og Gimli í Manitobafylki í Kanada dagana 3.-5. ágúst. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir,
var heiðursgestur beggja hátíðanna. Í heimsókn til Gimli á Íslendingadaginn tilkynnti ráðherra um aukinn stuðning við Íslenskudeild Manitoba-háskóla með ráðningu kennara til þriggja ára til að sinna kennslu í íslenskum bókmenntum ásamt öðrum verkefnum. Í fylgdarliði ráðherra var Guðrún Nordal, forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

 

Vistaskipti – samstarfsráðstefna

 

Dagana 29.-30. ágúst 2019 verður níunda samstarfs- ráðstefna Manitoba-háskóla og Háskóla Íslands og í þetta sinn ber hún heitið Vistaskipti. Það fer vel á því enda er þar vísað til þeirra fjölmörgu Íslendinga sem tóku sig upp frá landinu kalda og fluttu til Vesturheims með væntingar um betri tíð í brjósti.
Birna Bjarnadóttir verkefnis- stjóri við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hefur stýrt undirbúningi ráðstefnunnar. Birna þekkir tengsl okkar
við Íslendingabyggðir í Kanada betur en flestir en hún þjónaði lengi sem Chair of Icelandic við Íslenskudeild Manitoba-háskóla. Þjóðræknis- félagið hefur verið í góðu samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og er því ljúft að vekja athygli á þessari spennandi ráðstefnu. Áhersla verður lögð á sögu, tungumál, bókmenntir og lífsreynslu íslenskra innflytjenda og afkomenda þeirra í Kanada. Ráðstefnan er öllum opin en hér má nálgast dagskrána: https://www.hi.is/frettir/vis- taskipti_samband_is- lands_og_kanada

Myndlistarkonur frá Manitoba sýna í Spönginni

 

Á vegum International Visits Program Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi eru nú staddar á Íslandi þrjár vesturíslenskar myndlistar- konur sem sýna verk sín í Borgarbókasafninu í Spöng- inni. Opnun sýningarinnar, föstudaginn 23. ágúst kl. 16.00 er öllum opin og eru léttar veitingar í boði kanadíska sendiráðsins á Íslandi.
Listakonurnar eru þær JoAnne Gullachsen og Mabel Sigurdson Tinguely sem báðar eru fæddar og uppaldar í Gimli, Manitóba og Inga Torfadóttir sem er fædd á Íslandi, en flutti með fjölskyldu sinni til Winnipeg í Kanada 1976.

Fræðslufundur í Veröld

Fimmtudaginn 9. maí hélt Þjóðræknisfélagið fræðslufund í Veröld – húsi Vigdísar. Dagskráin hófst með tveimur erindum sem gáfu skemmti- lega og áhugaverða innsýn í notkun vesturíslenskra bókmennta á tveimur mis- munandi skólastigum.
Fyrst steig í pontu Guðrún Björk Guðsteinsdóttir pró- fessor við enskudeild HÍ en hún fjallaði um kennslu sína á íslensk-kanadískum bók- menntaverkum við Háskóla Íslands og Háskólann í Victoria í Kanada.
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir og Sólrún Inga Ólafsdóttir framhaldsskólakennarar í Borgarholtsskóla sögðu síðan frá reynslu sinni af því að nota vesturíslenskar bókmenntir í enskukennslu við skólann. Þær lýstu því á lifandi og skemmtilegan hátt hvernig þær höguðu kennslunni. Höfðu fundargestir á orði að þeir vildu að svona skemmti- leg enskukennsla hefði verið
í boði þegar þeir voru að læra ensku á sínum tíma.
Fundinum lauk með því að Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir sögðu á mjög skemmtilegan og sjónrænan hátt frá diplómatíska land- náminu í Winnipeg og landa- fundaafmælinu árið 2000. Af máli þeirra mátti ráða að þar var unnið geysilega mikið og merkilegt starf.

 

Líf og fjör hjá Snorrum

 Það hefur verið nóg um að vera í Snorraverkefnunum í sumar líkt og síðastliðin 20 ár. Þann 16. júní komu 14 eldhressir Snorrar á aldrinum 18-28 ára til Íslands og dvöldu hér í sex vikur. Þau lærðu töluverða íslensku, kynntust og dvöldu hjá ættingjum, ferðuðust um landið og margt fleira. Þau héldu svo aftur heim til Norður-Ameríku þann 26. júlí eftir ánægjulegar stundir á Íslandi og öll eru þau staðráðin í að koma aftur. Snorra West verkefnið fór fram um svipað leyti en fjórar stúlkur fóru utan fyrir hönd Íslendinga í ár. Þær eru Karítas Hrundar Pálsdóttir, Oddrún Assa Jóhannsdóttir, Natalía Lind Jóhannsdóttir og Guðbjörg Halldórsdóttir. Þær eru nú komnar heim og eru alsælar með ferðina. Sýnt verður stutt myndbrot á Þjóðræknisþinginu þar sem hægt er að sjá hápunkta úr ferð þeirra um vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada.

Þann 21. ágúst komu þátttakendur Snorra Plus hingað til lands en þau eru sex talsins. Þau dvelja hér í tvær vikur og koma til með að sækja Þjóðræknisþingið. Að auki sitja þau ýmsa fyrirlestra um Ísland í Hannesarholti. Þau munu kynnast tungumáli og menningararfi sínum bæði í gegnum leik og starf enda munu þau taka virkan þátt í Menningarnótt ásamt því að fara í viku ferðalag um Ísland sem verður fullt af fróðleik og skemmtun. Farið verður um Snæfellsnes, Norðurland og Borgarfjörð.

60 ára sameiningar Lögbergs og Heimskringlu minnst

 Á þessu ári eru 60 ár liðin frá því að íslensku fréttablöðin Heimskringla og Lögberg í Winnipeg sameinuðu krafta sína og gengu í eina sæng. Verður þessara þáttaskila minnst í fyrsta septemberblaði Lögbergs-Heimskringlu. Meðal efnis í næstu tölublöðum verður nýr styrktarsjóður í nafni Stephans G. Stephanssonar við Háskóla Íslands og samstarfsráðstefna Manitoba-háskóla og Háskóla Íslands sem fram fer í lok ágúst. Einnig verður sagt frá ferð INLNA til Íslands í tilefni af aldarafmæli félagsins. Sagnfræðileg umfjöllun um Íslendinga og verkfallið í Winnipeg 1919 og endur- minningar um leikritaskáldið Jóhann Sigurjónsson og Jón Þorláksson á Bægisá verður einnig meðal efnis. Loks má geta þess að árlegt bók- mennta- og menningarblað kemur út í október. Í öllum blöðum Lögbergs- Heimskringlu má finna fréttir af íslensku samfélögunum í Norður- Ameríku og starf- semi ýmissa klúbba Íslenska þjóðræknisfélagsins auk þess sem birt er yfirlit yfir helstu fréttir frá Íslandi.

Nánari upplýsingar um Lögberg-Heimskringlu er að finna á www.lh-inc.ca. Facebook-síða blaðsins er á www.lh-inc.caa/.
Hægt er að gerast áskrifandi blaðsins í netverslun Lögbergs-Heimskringlu: https://www.ih-inc.ca/shop2. (Í boði er bæði netútgáfa og prentuð útgáfa).

 

Þjóðræknisþing

 

80 ára afmæli 

Hótel Natura sunnudaginn 25. ágúst 2019, kl. 14.00-16.30

DAGSKRÁ

Hulda Karen Daníelsdóttir, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Anne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada á Íslandi

Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi

Beverly Arason-Gaudet, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi

Sunna Pam Furstenau, Þjóðræknisfélags Íslendinga í Bandaríkjunum

Úr 80 ára sögu ÞFÍ. Hjálmar W. Hannesson, fyrrverandi sendiherra

Svavar Knútur Kristinsson, trúbador Kaffihlaðborð í boði Þjóðræknisfélagsins

Draumalandið. Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Ráðgátuherbergi Sir William Stephenson. Hugi Hreiðarsson, stofnandi og annar eigandi fyrirtækisins

Ungir íslenskir þátttakendur í Snorra West verkefninu segja frá ferð sinni á Íslendingaslóðir fyrr í sumar

Þingstjórar: Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra og ráðherra Soffía Óskarsdóttir, varaformaður ÞFÍ