Þjóðræknisþing 2016 verður haldið sunnudaginn 28. ágúst nk. að Hótel Natura í Reykjavík og hefst kl. 14.00. Heiðursgestur þingsins verður nýkjörinn forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson sem mun ávarpa þingið. Einnig ávarpar þingið Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, en hann var heiðursgestur á Íslendingahátíðunum í Mountain og Gimli í byrjun þessa mánaðar. Að vanda er dagskráin fjölbreytt.

DAGSKRÁ:

Setning:           Halldór Árnason, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga.

Ávörp:             Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson.

Illugi Gunnarsson,  mennta- og menningarmálaráðherra.

Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Sunna  Pam Furstenau, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi.

 

Tónlist:            Lisa Sigurgeirson Maxx og Michael Darragh frá Kanada 

Erindi:             Michelle Valberg ljósmyndari af íslenskum ættum segir frá starfi sínu í íshafinu

í máli og myndum.

 

Kaffihlé:          Miðar fyrir kaffi og meðlæti seldir við innganginn fyrir 500 kr. (enginn posi).

 

Erindi:             Hjálmar W. Hannesson segir frá starfi sínu sem aðalræðismaður í Winnipeg.

Tónlist:            Lisa Sigurgeirson Maxx og Michael Darragh

Erindi:             Jóel Friðfinnsson fulltrúi Kanada í stjórn Þjóðræknisfélagsins: Örnefni á Nýja

Íslandi – Aðferðafræði íslenskra landnámsmanna við nafngiftir jarða sinna

í Vesturheimi.

Snorri West 2016. Ungir íslenskir þátttakendur í Snorra West verkefninu segja frá fjögra vikna ferð þeirra á Íslendingaslóðir í sumar.

Þingstjórar:     Svavar Gestsson, fv. aðalræðismaður Íslands í Manitoba og Hulda Karen Daníelsdóttir stjórnarmaður í Þjóðræknisfélagi Íslendinga.

Þinglok eigi síðar en kl. 16.30