Margrét Hallgrímsdóttir.

Sandra Björg Ernudóttir

Næsti fræðslufundur Þjóðræknisfélags Íslendinga (ÞFÍ) verður haldinn 1. nóvember kl. 17:00 í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25. Þar verða tvö erindi flutt og er kaffihlé á milli.
Fyrra erindið flytur Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður og fjallar um efnið “Menningararfur íslenskra landnema í Vesturheimi. Þjóðminjar, minningar og veganesti.”
 
Seinna erindið flytur Sandra Björg Ernudóttirsem situr í stjórn ÞFÍ. Nefnist það “Hvað er ég núna? – Sjálfsmyndarsköpun ungra Vestur Íslendinga á 21. öld.”
 
Frá 1870 til 1914 fluttist fjöldi fólks frá Íslandi vestur yfir haf í leit að betri lífsgæðum en buðust á Íslandi. Flestir settust að í Kanada en einnig á öðrum stöðum í Norður-Ameríku. Eftir því sem afkomendum þessa fólks fjölgar verður sífellt erfiðara að viðhalda íslenskri arfleifð þeirra.
Í erindinu verður sjónum beint að því hvernig ungir Vestur-Íslendingar skilgreina íslenska sjálfsmynd sína, hvernig hún hefur áhrif á daglegt líf þeirra og hvaða áhrif það hefur að koma á slóðir forfeðranna á Íslandi. 

Fundurinn er öllum opinn, en ég hvet félagsmenn sérstaklega til að koma, njóta og taka með sér gesti. 

Sjáumst heil 1. nóvember kl. 17 í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25.