Á stjórnarfundi Þjóðræknisfélags Íslendinga þriðjud. 25. september 2018 var staðfest það sem áður hefur verið rætt og allir viðkomandi verið sammála um, nefnilega að skipa Halldór Árnason formann Heiðursráðs félagsins í stað Svavars Gestssonar sem verið hefur formaður ráðsins frá upphafi.
Í drögum að fundargerð fundarins er þessu lýst svo:
“3. Lögð var fram tillaga formanns HWH um að Halldór Árnason yrði kjörinn formaður Heiðursráðs ÞFÍ. Það var samþykkt einróma. Árlegur fundur Heiðursráðsins verður í október. Halldór tekur við af Svavari og voru Svavari þökkuð mikil og góð störf í þágu félagsins.”
Fyrir hönd stjórnar ÞFÍ er Svavari Gestssyni þakkað fyrir margvísleg og mikilvæg störf fyrir ÞFÍ og Heiðursráðið. Væntir stjórnin áframhaldandi farsæls samstarfs við hann í framtíðinni í nýju hlutverki í Heiðursráði ÞFÍ.
Halldóri Árnasyni óskar stjórn ÞFÍ til hamingju og velfarnaðar í nýju hlutverki fyrir ÞFÍ.
Fyrir hönd stjórnar Þjóðræknisfélags Íslendinga,
Hjálmar W. Hannesson