Snorrasjóður leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmanni með áhuga á tengslum við afkomendur íslenskra innflytjenda í Vesturheimi.

Helstu verkefni eru:

Umsjón og framkvæmd Snorraverkefnanna sem felast m.a. í skipulagningu dagskrár, styrktar- og fjármálaumsjón, kynningarstarfi, uppfærslu heimasíðu, að vera tengiliður við þátttakendur, ættingja þeirra og aðra sem verkefnin snerta.

Um er að ræða 80% starf.

Menntunar- og hæfnikröfur:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Framúrskarandi hæfni í íslensku og ensku

Reynsla af gerð fjárhagsáætlana og framkvæmd þeirra

Stjórnunar- og skipulagshæfileikar, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum

Áhugi á samskiptum við afkomendur íslenskra innflytjenda í Vesturheimi

Reynsla af alþjóðasamstarfi og/eða ferðamannaiðnaðinum er æskileg

Reynsla af búsetu í Norður-Ameríku og þekking á málefnum fólks af íslenskum ættum í Vesturheimi er kostur

 

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.

Umsókn sendist til Snorrasjóðs, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í febrúar 2020.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Karen Daníelsdóttir, formaður Snorrasjóðs, í síma 699-4941, netfang: hulda.karen.danielsdottir@gmail.com

Umsóknarfrestur er til og með 7. janúar 2020.