SKRÁÐU ÞIG Í FÉLAGIÐ

Þjóðræknisfélag Íslendinga er ætlað að viðhalda og efla tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga sem flust hafa til Ameríku, einkum Kanada og Bandaríkjanna. Arfleifð Íslendinga sem fluttust vestur um haf er hluti af sögu okkar og menningu sem okkur ber skylda til að varðveita. Það gerum við best með því að tengjast afkomendum þeirra með gagnkvæmum samskiptum á sem flestum sviðum.

Þjóðræknisfélagið hefur í samvinnu við Norræna félagið á Íslandi staðið fyrir Snorraverkefninu sem veitir ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni. Þegar heim er komið hafa mörg þessara ungmenna gerst virk í starfi Íslendingafélag¬anna í Kanada og Bandaríkjunum. Þá hafa nokkur þeirra lagt stund á íslenskunám hér á landi. Þessi ungmenni og fjölskyldur þeirra hafa tengst vináttuböndum við íslensk skyldmenni sem þau dvöldu hjá á Íslandi. Þannig hefur verkefnið flutt íslensku arfðleifðina í Vesturheimi frá eldri kynslóð til þeirrar yngri.

Með því að gerast félagi í Þjóðræknisfélaginu og taka virkan þátt í starfsemi þess eða leggja því lið með árgjaldi sínu stuðlar þú að því að þessi mikilvægi menningararfur okkar glatist ekki, heldur verði ljóslifandi hjá fólki beggja vegna Atlantsála. Árgjald 3.500 kr.